Námið
Rannsóknir
HR
Neon

Ber ábyrgð á innritun nýnema og skráningu nemenda í námskeið, umsjón með stofubókunum, umsjón með lokaprófi fjarnema utan HR, aðstoð við prófaumsýslu og undirbúning útskrifta.

Skráning í námskeið

Nemendur bera ábyrgð á sínu námi og þurfa að passa að skráningar þeirra í námskeið séu réttar.

Nýnemar í grunnnámi eru skráðir sjálfkrafa í námskeið fyrstu önnina. Nemar þurfa eftir það að skrá sig sjálfir í námskeið næstu annar og er það gert í Myschool kerfinu. Nýnemar í meistaranámi eru að öllu jöfnu skráðir sjálfkrafa í námskeið á fyrstu önn, þó er góð regla að athuga sína skráningu hjá viðkomandi deild.

Ef nemendur þurfa að breyta skráningum eftir að lokað hefur verið fyrir skráningar í Myschool geta þeir sent beiðni á nemendaskra @ ru.is. Mikilvægt er að tilgreina nafn, kennitölu og heiti námskeiða til að unnt sé að afgreiða beiðni um breytingu á skráningu.

Í almanaki koma fram dagsetningar þar sem nemendur geta breytt skráningu. Upplýsingar um dagsetningar má finna í dagatali skólans.

Fyrrum nemendur

Útskrifaðir og þeir sem hafa hætt námi geta nálgast gögn á slóðinni portal.ru.is/external. Rafræn skilríki þarf til innskráningar. Námsefni í kerfum skólans þ.m.t. glærur kennara á vef námskeiða hafa nemendur aðgang að í 90 daga eftir útskrift. Mikilvægt er því að nemendur sæki / hali niður þeim gögnum sem þeir vilja eiga áður en þessi tími rennur út.

Vegna annarra gagna en ofangreindra má senda beiðni á nemendaskra@ru.is með nafni, kennitölu og tegund gagna sem óskað er eftir. Núverandi nemendur þurfa að senda beiðni úr HR netfangi sínu.

Dæmi um önnur gögn:

  • Gögn vegna umsóknar um nám erlendis
  • Staðfesting á námskeiðum teknum á ensku (English Proficiency)
  • Afrit af útskriftargögnum

Þegar vottorð/staðfesting er sótt á þjónustuborð í Sólinni þarf að sýna persónuskilríki en einnig er hægt að fá sent á HR netfang nemenda.

Nemendur geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem varðandi skráningar í námskeið í nemendahandbók HR.

Skráning í próf

Skráning í námskeið jafngildir skráningu í próf á prófatímabili 1. Ef nemendur þurfa að taka próf á prófatímabili 2 (vegna veikinda, endurtöku eða annars) þá fer sú skráning fram í gegnum Portal í Canvas.

Skráning í útskrift

Nemendur skrá sig í útskrift í Myschool á tilgreindum tímum og fá tölvupósti frá nemendaskrá sem minnir á það. Ef gera þarf breytingu á þeirri skráningu er beiðni send á nemendaskra@ru.is

Vottorð og önnur skjöl

Nemendur geta sótt eftirfarandi vottorð og skjöl í gegnum Portal í Canvas. 

  • Staðfestingu á skólavist (vegna húsaleigubóta, Byggingarfélags námsmanna o.fl.)
  • Vottorð um stundað nám (fyrir Fæðingarorlofssjóð og Vinnumálastofnun)
  • Námsferil með einingum og einkunnum
  • Námskeiðslýsingar lokinna námskeiða
  • Vottorð sem staðfestir útskrift

Á sömu síðu veita nemendur Háskólanum í Reykjavík heimild til að senda gögn varðandi námsframvindu til Menntasjóðs. 

Prófskírteini og skírteinisviðaukar

Við brautskráningu eru afhent prófskírteini og skírteinisviðauki ásamt námsferlum á íslensku og ensku.

Skírteinisviðaukar (e. diploma supplement) innihalda hlutlægar lýsingu á námi viðkomandi ásamt stuttri lýsingu á íslensku háskólakerfi. Viðaukinn er samkvæmt fyrirmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hér má nálgast nánari upplýsingar

Þessi gögn þurfa oft að fylgja með umsóknum um nám í erlenda háskóla. Hvorki prófskírteini né skírteinisviðaukar eru endurútgefin svo mikilvægt er að geyma þau vel.

Fara efst