Námið
Rannsóknir
HR
Neon
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

er stærsta námskeiðið sem kennt er við HR. Í námskeiðinu vinna nemendur á fyrsta eða öðru ári að þróun eigin viðskiptahugmynda.

Njóttu leiðsagnar helstu frumkvöðla Íslands

Stærsta námskeiðið sem kennt er við HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem nemendur úr flestum deildum taka á þremur vikum við lok fyrsta eða annars námsárs. Þar vinna nemendur í hópum undir handleiðslu kennara og sérfræðinga að þróun eigin viðskiptahugmyndar.

Fræðsluefni opið öllum

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða öllum að nýta sér þetta einstaka frumkvöðlanámskeið. Hér eru nú aðgengilegar upptökur af fyrirlestrum námskeiðsins, viðtöl við marga helstu frumkvöðla landsins, leiðbeiningar um hönnunarspretti og hlekkir á fjölbreytt fræðsluefni um nýsköpun og frumkvöðla. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra, undirbúning og gerð viðskiptaáætlana, gerð og prófanir frumgerða og kynningar fyrir fjárfestum. 

Vika 1

Hugmyndin: Að hverju þarf að huga þegar verið er að ráðast á vandamál og stofna nýtt fyrirtæki?

Vika 2

Hönnunarsprettur (Sprint): Hvernig á að finna lausn á stórum vandamálum og prófa lausnina á aðeins fimm dögum?

Vika 3

Fyrirtækið: Viðskiptamódelið, fjárhagsáætlun og fjármögnun – hvernig er best að selja hugmyndina?

Fara efst