12. september 2023
Ný tilraunalyf við ADHD í þróun
12. september 2023
Ný tilraunalyf við ADHD í þróun
Virka efnið Metýlfenídat er ráðandi á markaði við ADHD, en eins og flest lyf hefur það aukaverkanir. Karl Ægir Karlsson, prófessor í heilbrigðisverkfræði við verkfræðideild HR, segir leit að nýjum lyfjum við ADHD því vera áríðandi.
Þekktar aukaverkanir vegna Metýlfenídat eru lystarleysi, svefnleysi og háþrýstingur, auk þess sem hluti þeirra sem hefur greinst með ADHD getur ekki nýtt sér nein lyf.

Vísindamenn við HR hafa undanfarin ár þróað erfðabreytt líkan af ADHD í sebrafiskum sem var nýtt í skipulagðri lyfjaleit við ADHD. Fimm ný tilraunalyf fundust.
Fundist hafa fjögur endurskilgreind lyf og eitt nýtt. Auk þess sem móttakakerfi í heila sem ekki hefur verið tengt við ADHD áður var lýst. Lyfin eru nú í frekari prófunum og er nú unnið að því að þróa þau fyrir markað.

Nýjustu greinarnar
Sjá allar greinar