Seres nýsköpunar- og frumkvöðlasetur HR
Seres nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Háskólans í Reykjavík, er staðsett í Bragganum við Nauthólsvík, skammt frá HR. Útsýnið yfir Nauthólsvík og út á sjó er einstaklega vel til þess fallið að fylla hvern sem er innblæstri.
Í Seres er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk til að hrinda nýsköpunarhugmyndum sínum í framkvæmd. Þar fá frumkvöðlar aðgang að skrifborðum, fundarherbergi, kaffiaðstöðu og tengslaneti. Öllum er velkomið að sækja um en núverandi nemendur HR ganga fyrir.
Frumkvöðlasetrið er rekið af háskólaskrifstofu HR í samstarfi við Sprota nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR.
Sækja um aðgang
Hér getur þú sótt um aðstöðu í Seres nýsköpunar- og frumkvöðlasetri HR.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera þátttakandi í Frumkvöðlasetri Seres. Við vinnum með nýjustu tækni bæði í vefforritun og einnig gervigreind. Við höfum kynnst fólki í gegnum Seres, sem er á svipaðri bylgjulengd og er að vinna í skyldum verkefnum þar sem næsta kynslóð tækninnar kemur við sögu. Það passar vel að vera í því frjóa umhverfi sem Seres bíður uppá. Við njótum þess að vinna í umhverfi þar sem fólk er á sömu bylgjulengd og við og er að vinna með nýjustu tækni. Fyrir okkur er Seres því mun meira en góð aðstaða.
Héðinn Steingrímsson hjá Skákgreind
Mér finnst aðstaðan vera mjög góð og er ánægður með Seres nefndina og það sem hún er búin að gera til þess að bæta aðstöðuna frá því þegar fyrst var opnað í Seres. Andrúmsloftið er mjög gott og eru flest allir hópar tilbúnir að deila á milli sín hugmyndum hvernig má bæta verkefnið hjá hvor öðrum sem er mjög jákvætt.
Viðburðir
Sproti nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR heldur reglulega viðburði, t.a.m. vísindaferðir og opnar umræður með áhrifafólki úr atvinnulífinu. Markmiðið er að veita nemendum skemmtilega innsýn inn í heim nýsköpunar á Íslandi.
Sproti nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR
Sproti nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR heldur utan um úthlutun borða í Seres í samráði við háskólaskrifstofu. Nefndin er hluti af verkefnastjórn Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, í samstarfi við KLAK.
Nefndarmenn vorönn 2025
- Tristan Þórðarson, formaður
- Arnar Kári Matthíasson, varaformaður
- Ísak Máni Guðmundsson, umsjónamaður fasteigna
- Haukur Ingi Jónsson, markaðsstjóri
- Orri Þór Eggertsson, viðburðastjóri
Fyrirspurnir skal senda á netfangið seres@ru.is