Námið
Rannsóknir
HR
Neon

Háskólagarðar HR

Húsnæði fyrir nemendur HR við Nauthólsveg 83-85, við rætur Öskjuhlíðar

Háskólagarðar HR standa við Nauthólsveg 83-85, við rætur Öskjuhlíðar. Háskólagarðar HR samanstanda af tveimur 4-5 hæða íbúðarkjörnum. Samtals eru 252 íbúðir í boði fyrir námsmenn. 

  • Nánari upplýsingar og reglur um úthlutun eru á vef HR
  • Byggingafélag námsmanna sér um móttöku og afgreiðslu umsókna. Sótt er um á vef þeirra bn.is
  • Það eru Kanon arkitektar sem hannaði byggingarnar og verktaki er Jáverk

Íbúðir

Háskólagarðar HR bjóða til leigu samtals 252 íbúðir í tveimur íbúðakjörnum við Nauthólsveg 83-85. Íbúðirnar eru allar með sér inngangi og stigagöngum úti. Í kjallara eru þvottahús, geymslur, vagna- og hjólageymslur. Í íbúðagarðinum eru hjólaskýli, aðstaða til íþróttaiðkunar (teygjubekkir), kolagrill, setbekkir og opin svæði.

Í boði eru eftirfarandi kostir fyrir nemendur:
Einstaklingsherbergi
  • Stærð herbergja: 26 - 27 m2
  • Lýsing: Herbergið er með litlum eldhúskrók með áhöldum og sér baðherbergi. Aðgangur er að stóru sameiginlegu eldhúsi, mat- og samkomusal og svölum.
  • Hvað fylgir: Með herberginu fylgir rúm sem er 120x200 að stærð, skrifborð, stóll og gluggatjöld. Með einstaklingsherbergjum fylgir aðgangur að sameiginlegu, fullbúnu eldhúsi með öllum búnaði sem til þarf í eldhús, leirtau, potta og pönnur. Á hverri hæð eru 12 herbergi. Þá fylgja geymsluskápar fyrir einstaklingsherbergin sem eru staðsettir í kjallara.
  • Mánaðarleiga: Upplýsingar um verð er að finna á vef BN. Verð eru vísitölutengd. Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn.
Einstaklingsíbúðir
  • Stærð íbúða: 36 - 43 m2
  • Lýsing: Í íbúðinni er eitt svefnherbergi, stofa með eldhúskróki, sér baðherbergi og svalir.
  • Mánaðarleiga: Upplýsingar um verð er að finna á vef BN. Verð eru vísitölutengd. Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn.
Paraíbúðir
  • Stærð íbúða: 43 - 60 m2
  • Lýsing: Í íbúðinni er eitt svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, sér baðherbergi og svalir.
  • Mánaðarleiga: Upplýsingar um verð er að finna á vef BN. Verð eru vísitölutengd. Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn.
Fjölskylduíbúðir
  • Stærð íbúða: 74 - 78 m2
  • Lýsing: Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, sér baðherbergi og svalir.
  • Mánaðarleiga: Upplýsingar um verð er að finna á vef BN. Verð eru vísitölutengd. Innifalið í leigunni er hússjóður, hiti, og rafmagn.

Fara efst