Námið
Rannsóknir
HR
Neon

Skólagjöld

Tölur og dagsetningar settar fram með fyrirvara um villur

Skólagjöld eru jafnan lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.

Nýnemar eru innritaðir í nám þegar staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd. Ákveði deild að samþykkja nemanda eftir að formlegri innritun er lokið, fær nemandinn aðgang að kennslukerfi um leið og staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd.

Skólagjöld nýnema í grunnnámi miðast alltaf við fullt nám, nema þegar skilgreint námsskipulag gerir ráð fyrir færri en 17 ECTS einingum á fyrstu önn. 

Ef nemandi greiðir ekki staðfestingargjaldið fellur umsókn viðkomandi niður.

Gjalddagar skólagjalda

ÖnnGjalddagi
Vor 202512. janúar 2025
Sumarönn 202521. maí 2025
Haust 202518. ágúst 2025
Vor 202612. janúar 2026
Sumarönn 202619. maí 2026

Gjalddagar staðfestingargjalds**

NámGjalddagi
Haust 2025 – allt nám1. júlí 2025
Vor 2026 – allt nám15. desember 2025
**Gjalddagi staðfestingargjalds í meistararnám, MBA og MPM getur orðið fyrr en 1. júlí 2025.

Reglur um skólagjöld


Önnur gjöld

Verðskrá fyrir aðra þjónustu og vöru
Gildir frá 1. sept 2023
  • Hugbúnaðarleyfi - SPSS (1. sept - 31. ágúst ár hvert): Verð 4.000 kr (ekki selt hlutfallslega á tímabil)
  • Prentkvóti
    • Svart/hvít verð 8 kr per bls
    • Lit verð 38 kr per bls
  • Skápaleiga
    • Litlir skápar verð 8.000 kr allur veturinn
    • Stórir skápar verð 10.000 kr allur veturinn
    • Skilagjald skápalykils verð 2.000 kr
  • Bendill áhugasviðkönnun verð 6.000 kr per könnun


Vissir þú að

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga möguleika á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Getum við aðstoðað?
  • Fyrirspurnir og umsóknir vegna ofangreindra reglna berist til: innheimta@hr.is
  • Beiðnir um breytingar á skráningu nemenda í námskeið berist til: nemendaskra@ru.is
Fara efst