RU Research Fund
PhD Student Grants from RU Research Fund
RU Research Fund
Reykjavik University (RU) offers PhD Student Grants through the RU Research Fund, which was established to support and promote high-quality research. Operating under the Decision of the RU Executive Board from September 11, 2018, the fund plays a key role in fostering an environment of research excellence and enhancing the University's academic reputation.
The grants are competitive, with the size of the fund determining the number of supported applications and the establishment of a cut-off point. Oversight and strategic responsibility for the RU Research Fund lies with the RU Executive Board, while the operational management of the application and evaluation process is carried out by RU Research Services.
These grants represent RU’s commitment to advancing research innovation, empowering PhD students to excel in their fields and contribute to the University's mission of academic leadership.
PhD Student Grants from RU Research Fund
RU Research Fund has awarded 14 new Ph.D. Student Grants. The total amount awarded to new projects is 96.823.200 ISK. The Fund received 24 new applications. Below is information on new projects receiving grants from the Fund 2025.
Each grant is 573.600ISK per month (salaries + salary-related costs) for max one year + a max 300.000 ISK travel grant. Besides new projects funded in 2025, 7 projects will receive a continuous grant (2nd or 3rd year). The total amount granted to continuous projects is 43.430.400 ISK.
The Fund also granted a special travel grant to 7 doctoral students who do not have a research grant, amount 2.100.000 ISK. Hence, the total amount allocated in 2025 is 142.353.600 ISK.
Styrkir til nýrra verkefna 2025 / Grants to new project 2025
1.
Umsækjandi / Applicant: Joshua David Springer
Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
Doktorsnemi / Doctoral Student: Joshua David Springer
Leiðbeinandi / Supervisor: Gylfi Þór Guðmundsson og Marcel Kyas
Heiti verkefnis / Project title: Sjálfstæð lendingaraðferð fyrir flygildi til sýnatöku úr nýstorknuðu hraunflæði / Autonomous Landing Method for Drones to Sample Freshly Solidified Lava Flows Sample Freshly Solidified Lava Flows
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Við leggjum til áframhald og útvíkkun á fimm ára vinnu okkar við þróun sjálfvirkra flygilda með getu til lendingar á fyrirfram merktum svæðum. Nú viljum við geta fundið örugg lendingarsvæði á sjálfvirkan hátt í nýju hrauni. Við erum í samstarfi við jarðfræðinga við Háskóla Íslands sem vilja geta tekið sýni úr nýstorknuðu hraunflæði, til dæmis í yfirstandandi Reykjaneseldum. Rík ástæða er til að gera slíkt með flygildum þar sem ekki þykir öruggt að ferðast um eða við virkt hraunflæði. Afrakstur vinnu okkar getur einnig nýst samstarfsaðilum okkar í “the RAVEN project” (JPL og NASA) sem rannsaka tæknilegt samspil dróna og geimbíla við athuganir á yfirborði Mars. Það stjórnkerfi sem við viljum þróa þarf að geta keyrt um borð í flygildinu og stjórnað því sjálfstætt (e. fully autonomous flight and landing). Forsenda þess er að flygildið geti myndgreint landslag í rauntíma og þannig valið og metið örugg lendingarsvæði, gert lendingaráætlun og framfylgt henni. Við höfum þegar mikla reynslu af lendingum flygilda og er því helsta áskorunin þróun á rauntímamyndgreiningum landslags. Við stefnum á að þjálfa tauganet (U-Net) með myndefni (RGB myndum) sem og réttum forsendum (e. ground truth). Forsendurnar eru nákvæmar dýptarpunktamælingar sem fást annaðhvort með LIDAR-skynjara eða með dýptarmyndvél sem vinnur með IR-myndir. Tauganetið verður svo notað um borð í flygildinu til að geta fundið lendingarsvæði í rauntíma. / We propose to continue and expand our 5-year endeavor of developing autonomous drone landing methods using marked landing pads. Now, we focus on autonomously identifying safe landing sites in fresh lava flows. We collaborate with geologists at the University of Iceland, who commonly use autonomous drones for surveying, and want to land on newly solidified lava to collect data from, e.g., ground penetrating RADAR, or to collect samples without sending a human into dangerous areas. Similarly, this work is applicable to our collaborators in the RAVEN project who conduct analog Mars missions in Iceland to determine the potential science benefits of using drone-rover teams, where the drone can get to places that are unreachable for the rover, i.e., the top of a lava flow. Our autonomous landing solution must analyze the terrain beneath the drone, find a safe landing site, and execute the landing in real time using only embedded computational hardware onboard the drone. While we have experience in creating autonomous landing algorithms, it remains to create the terrain analysis method. We will create it in two parts: (1) a trained U-net neural network to quickly identify potential landing sites from afar using RGB video, and (2) a topographical analysis method for a more detailed analysis of the landing site using the drone’s downward-facing depth cameras.
2.
Umsækjandi / Applicant: Vala Hjörleifsdóttir
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Vala Hjörleifsdóttir
Heiti verkefnis / Project title: LjósGeisli - viðvaranir við eldgosavá og rannsóknir jarðhitakerfa með mælingum á jarðhreyfingum með ljósleiðaratækni / LightSaber - Monitoring magmatic processes and illuminating geothermal systems using distributed acoustic sensing on fiber-optic cables
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Verkefnið LjósGeisli miðar að þvi að bæta viðvaranir við eldgosavá og rannsóknir jarðhitakerfa með því að þróa nýjar aðferðir við jarðskjálftamælingar á ljósleiðurum. Við þróum kerfum til að vara við yfirvofandi eldgosavá, sem byggir á að mæla hæga aflögun á ljósleiðurum, og kvörðum það til að vara við eldgosum á Reykjanesskaga. Við munum líka kanna hvort hægt sé að vara við eldgosum á öðrum eldfjallasvæðum á Íslandi með sömu tækni og þá hvernig er best að gera það. Hægt er að nota svipaðar mæliaðferðir til að kanna jarðhitakerfi. Annar hluti verkefnisins miðar að því að fá upplýsingar um hita og lekt í jarðhitakerfum, út frá jarðskjálftafræðilegum mæligildum eins og deyfingu bylgna og hlutfall Pog S- bylgjuhraða. Mikil áhersla er á að fá upplýsingar í hárri upplausn, til að styðja við ákvarðanatöku í jarðhitarannsóknum og styðja þannig við bæði fyrirséðan vöxt hitaveitna og orkuskiptin. / LightSaber focuses on monitoring active volcanoes and exploring geothermal systems, by developing new methods and workflows based on distributed acoustic sensing (DAS) on fiber-optic cables. We develop a first-of-a-kind system for volcano warning using low-frequency DAS (LFDAS), and adapt it to the ongoing events on the Reykjanes. We will furthermore explore the potential of the method for early warning in other volcanoes in Iceland. Similar technologies can be used for exploring geothermal systems. Another aspect of the project focuses on extracting high-resolution information about heat and permeable structures in the subsurface from seismological observables, such as Vp/Vs ratios and attenuation, observed using fiber-optic cable data. By this we aim to improve decision making in geothermal exploration, and thereby supporting the increasing needs for hot water and electricity.
3.
Umsækjandi / Applicant: Hugh Head Kelsham Fullagar og/and Hafrún Kristjánsdóttir
Deild / Department: Íþróttafræðideild/Department of Sport Science
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Hugh Head Kelsham Fullagar og/and Hafrún Kristjánsdóttir
Heiti verkefnis / Project title: Efling likamlegrar og sálrænnar frammistöðu starfsmanna Landhelgisgæslu Islands / Optimizing physical and psychological performance in the Icelandic Coastguard
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Einstök staðsetning Íslands og veðurskilyrði til sjós og lands skapa töluverðar áskoranir í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Starfsfólki LHG er ætlað að sinna margvíslegum krefjandi verkefnum undir miklu álagi bæði andlega og líkamlega. Því ætti að vera forgangsatriði að tryggja að starfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu verkefnum innan LHG hafi til þess líkamlega getu og seiglu. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi þess að skilningur sé til staðar varðandi hvaða þættir hafa áhrifá frammistöðu í þeim krefjandi verkefnum sem starfsfólk LHG þarf að sinna hafa líkamlegar og andlegar kröfur mismunandi verkefna LHG ekki verið skilgreindar. Auk þess hefur ekki verið kortlagt hvaða þættir liggja til grundvallar þegar vel tekst til við úrlausnkrefjandi verkefna. Markmið þessa verkefnis er að þróa gæðaviðmið og ferla með það fyrir augum að hámarka frammistöðu starfsfólks aðgerðasviðs LHG á sama tíma og velferð þeirra og öryggi eru í fyrirrúmi. Verðurframkvæmd röð rannsókna með eftirfarandi markmiðum:i i) Bera kennsl á og magnbinda lífeðlisfræðilegar og andlegar kröfur nauðsynlegra og mikilvægra verkefna innan aðgerðasviðs LHG, ii) greina áhrif svefns og hugrænna þátta þegar kemur að mikilvægustu verkefnum aðgerðasviðs LHG, iii) meta hvaða líkamlegu, andlegu og taktísku þættir tengjast góðri frammistöðu við úrlausn verkefna aðgerðasviðs og iv) meta áhrif svefn- og sálrænnar íhlutunar á frammistöðu starfsfólks LHG. / Iceland’s unique location, geography & extreme weather patterns present many challenges to the Landhelgisgæsla Íslands (Icelandic Coastguard; ICG), whose workers are expected to perform a variety of physically and cognitively demanding tasks under high pressure. As such, the physical readiness and resilience of individuals who are truly capable of performing the essential tasks of contemporary ICG activities must be an organisational priority. However, despite a clear relevance for understanding the factors affecting performance within these operational domains, the physical and psychological demands of contemporary ICG occupational tasks, and the factors that underpin coastguard success or performance within these roles, have not yet been formally documented in an Icelandic context. Overall, this project will develop best-practice procedures to optimize performance for occupational activity within ICG – themes pertinent to ensuring the health and safety of our emergency service men and women. This will be conducted through a series of studies which will i) identify and quantify the physiological and psychological demands of the essential and critical tasks of contemporary operations, ii) ascertain the sleep and cognitive profiles of the primary critical tasks, iii) evaluate the physical, psychological and tactical factors associated with successful operational performance and iv) assess the effect of an integrated sleep and cognitive intervention on operational performance.
4.
Umsækjandi / Applicant: Iris Wilhelmina Theodora Valckx
Deild / Department: Lagadeild/Department of Law
Doktorsnemi / Doctoral Student: Iris Wilhelmina Theodora Valckx
Leiðbeinandi / Supervisor: Snjólaug Árnadóttir og/and Klaas Willaert
Heiti verkefnis / Project title: Samspil milli Lagakerfa: Námuvinnsla á Djúpsjávarbotni og Líffræðilegur Fjölbreytileiki Utan Lögsögu Ríkja / Interactions between Legal Regimes: Deep Seabed Mining & Biodiversity Beyond National Jurisdiction
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Tækniframfarir gera mannkyni kleift að ná til og vinna dýrmæt steinefni úr alþjóðlega hafsbotnssvæðinu, einu minnst kannaða svæði jarðar. Grafin í þessum óþekktu djúpum eru verðmæt steinefni eins og kopar, liþíum, mangan, nikkel og kóbalt sem hefur kveikt umræðu um hvort eigi að láta þau ósnortin eða hefja nýtingu. Námuvinnsla á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu gefur fyrirheit um auðlindir sem gagnast við grænu orkuskiptin. Hins vegar getur þetta líka valdið margþættum umhverfisspjöllum og er því umdeilt. Vísindalegar rannsóknir benda til þess að námuvinnsla á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu geti skaðað vistkerfi hafsins með óafturkræfum hætti og losað gróðurhúsalofttegundir sem eru bundnar á hafsbotni. Alþjóðasamfélagið stendur nú frammi fyrir því að marka stefnu í lagalegri óvissu á meðan glímt er við ósvaraðar spurningar varðandi umhverfisáhrif námuvinnslu á hafsbotninum. Yfirstandandi áskoranir marka vatnaskil í stjórnun hafsins. Alþjóðlega hafsbotnsstofnunin er við það að leggja lokahönd á námuvinnslureglur sínar og fyrstu nýtingarumsóknirnar að berast en á sama tíma eru háværar kröfur um bann við námuvinnslu. Noregur áformar að hefja námugröf sem getur haft áhrif á hafsvæði Íslands. Samþykkt Samningsins um líffræðilegan fjölbreytileika utan lögsögu ríkja eykur þörfina á verndarráðstöfunum og nú þarf að finna jafnvægi milli þessara ólíku reglna og hagsmuna. Þetta krefst yfirgripsmikillar lagalegrar rannsóknar á samspili stofnana og reglna sem stýra aðgerðum utan lögsögu ríkja. / Technological advancements are enabling us to reach and extract valuable minerals from the deep seabed, one of the least understood areas on Earth. Buried within these uncharted depths are valuable minerals like copper, lithium, manganese, nickel, and cobalt, sparking a debate on whether to leave them untouched or begin exploiting them. Deep seabed mining (DSM) holds the promise of providing resources essential for the green transition. However, it also stirs profound environmental controversy. Scientific studies indicates that DSM activities could extensively and irreversibly harm marine ecosystems and release CO2 sequestered in the seabed. In today’s seascape, we find ourselves navigating regulatory uncertainty and grappling with unanswered environmental concerns regarding DSM. Present developments signify a pivotal moment in ocean governance. The International Seabed Authority (ISA) nears finalising its Mining Code amid calls for a moratorium on DSM. Norway advances its DSM endeavours, raising transboundary implications for Iceland. The adoption of the marine biodiversity treaty (BBNJ Agreement) adds urgency. With these underway, how can states effectively balance the conservation of marine biodiversity with humanity's benefit of deep seabed minerals under the regimes of the ISA's Mining Code and the BBNJ Agreement? This demands a comprehensive legal perspective on the operational, institutional, and foundational interactions between regimes governing the deep seabed.
5.
Umsækjandi / Applicant: Andrei Manolescu
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: Tudor Gabriel Dumitru
Leiðbeinandi / Supervisor: Andrei Manolescu
Heiti verkefnis / Project title: Ofurleiðni í hálfleiðara kjarna/skel nanóvírum / Superconductivity in semiconductor core/shell nanowires (SuperSemi)
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Samskeyti hálfleiðandi og ofurleiðandi efna hafa vakið mikinn áhuga síðustu ár vegna hagnýtingarmöguleika fyrir skammtatölvur. Í slíkum skeytum getur ofurleiðnin smogið inn í hálfleiðarann vegna nándarhrifa og leitt til myndunar á bundnum ástöndum af Andreev gerð, en einnig til verkefnisins grannfræðilegra ástanda ef spuna-brautar víxlverkun og segulsvið eru til staðar. Meginmarkmið verkefnisins er að lýsa nándarhrifum, bæði kennilega og tölulega, í kjarna/skeljar nanóvírum en það eru vírar á nanóskala með hálfleiðandi kjarna og húðaðir með ofurleiðandi skel, ýmist fyllilega eða að hluta. Slíkir vírar geta haft flókna lögun i svo sem marghyrningslaga þversnið og langsum geilar í skelinni, og myndað þannig margföld samskeyti. Nanóvírar af þessari gerð eru núverandi rannsóknarefni tveggja rannsóknarhópa frá Þýskalandi a og Japan, líkanavinna okkar er samstarfsverkefni við þá og tekur mið af nýfengnum tilraunagögnum þeirra. / Junctions of semiconductor and superconductor materials have attracted much interest in the last years due to the possibilities they show for quantum computing. In such junctions the superconductivity can penetrate into the semiconductor, a phenomenon called the proximity effect, leading s to Andreev bound states, and to topological states if spin-orbit interaction and magnetic fields are present. The main goal of our research proposal is to describe, by theoretical and computational means, the proximity effect in core/shell nanowires, which are made of semiconductor core, partially or totally surrounded by a shell of superconductor metal. These nanowires can have complex geometry, with polygonal cross section, and several gaps in the longitudinal direction, corresponding to multiple o junctions. Such nanowires are currently under investigation by two experimental groups from Germany and Japan, our modelling being a cooperative effort to consider their most recent experimental data.
6.
Umsækjandi / Applicant: Niku Waltteri Saulinpoika Nuutinen
Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
Doktorsnemi / Doctoral Student: Niku Waltteri Saulinpoika Nuutinen
Leiðbeinandi / Supervisor: Hans Peter Reiser
Heiti verkefnis / Project title: VMIflex – Næsta kynslóð sveigjanleg virk og óvirk sýndarvélainnskoðun / VMIflex – Next Generation Flexible Active and Passive Virtual Machine Introspection
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Upplýsingatæknikerfi standa frammi fyrir skaðlegum árásum en nokkru sinni fyrr og þörfin fyrir háþróaða tækni til að greina og ítarlega greiningu á mjög háþróuðum árásum er augljós. VMIflex ætlar að efla stöðuna í sýndarvélainnskoðun (VMI) sem kjarnatækni fyrir margs konar upplýsingatækniöryggisverkefni, þar á meðal innbrotsuppgötvun, greining á spilliforritum, réttarrannsóknum í beinni og varnir gegn innbrotum. Núverandi VMI kerfi standa frammi fyrir ýmsum vandamálum: (1) Þau eru háð ákveðnum hypervisor og VMI API og VMI forrit eru leiðinleg að flytja í nýtt umhverfi; (2) Þeir valda verulegri skerðingu á frammistöðu markkerfisins, sem dregur úr hagnýtingu. (3) Þeir styðja aðeins þungavigt vélbúnaðar sýndarvæðingu, en það er ekki hægt að nota VMI öryggisforrit á léttan gáma virtualization. VMIflex mun auka verulega VMI kerfi og takast á við þessi þrjú vandamál með (1) kerfisbundinni flokkun VMI eiginleika í núverandi útfærslum og kortlagningu VMI umsóknarkröfur til þessara eiginleika, (2) lénssértæku tungumáli (DSL) til að tjá VMI virkni og umbreytingaraðferð til að þýða DSL yfir í marksértæka hagræðingu VMI verkfæra, (3) framlenging á þessari umbreytingu fyrir sýndarvæðingu gáma og (4) blendingur sjálfskoðunaraðferð sem byggir á innspýting kóða sem lágmarkar samhengisrofa og eykur þannig afköst. / IT systems are more than ever faced with malicious attacks, and the need for advanced technology for the detection and in-depth analysis of highly sophisticated attacks is evident. VMIflex intends to advance the state of the art of virtual machine introspection (VMI) as a core technology for a broad range of IT security tasks, including intrusion detection, malware analysis, live forensics, and intrusion prevention. Current VMI systems are faced with a number of problems: (1) They depend on a specific hypervisor and VMI API and VMI applications are tedious to port to new environment; (2) They induce significant performance degradation on the target system, which reduces the practical applicability. (3) They support only heavy-weight hardware virtualization, but it is not possible to apply VMI security applications to light-weight container virtualization. VMIflex will significantly enhance VMI systems and tackle these three problems by (1) a systematic taxonomy of VMI features in current implementations and a mapping of VMI application requirements to these features, (2) a domain specific language (DSL) for expressing VMI functionality and a transformation approach for translating the DSL into target-specific optimization of VMI tools, (3) an extension of this transformation for container virtualization, and (4) a hybrid introspection approach based on code injection that minimizes context switches and thus enhances performance.
7.
Umsækjandi / Applicant: Kristinn Torfason
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Kristinn Torfason
Heiti verkefnis / Project title: Eiginleikar rafeindageisla frá rafeindalindum / Properties of Electron Beams from Microstructured Emitters
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Markmið verkefnisins er að auka skilning á lofttóms rafeindatækni á nano og míkro-metra skala. Til þess er notað forrit sem umsækjandinn hefur búið til og verður það forrit þróað frekar í verkefninu. Forritið er hermunarforrit sem hægt er að nota til að líkja eftir ljós-, sviðs- og hitaröfun í díóðum. Lagt er til að bæta við kóðann aukna sviðröfun vegna jóna, röfun rafeinda frá hliðum kolefnisnanórörs, röfun rafeinda frá kornamörkum og áhrif hitunar á rafeindalindir. / The project aims to advance scientific understanding of fundamental processes in micro and nanoscale vacuum electronic devices. We will do this by further developing a computer code we have written to simulate such devices. We also aim to build competence in the fields of vacuum electronics and computational physics in Iceland. The code uses molecular dynamics simulations to investigate the properties of photo, field, and thermionic emission in vacuum electronics. The proposed additions to the code in this project are ion-enhanced field emission, sidewall emission from carbon nanotube fibers, emission from grain boundaries, and cathode heating effects.
8.
Umsækjandi / Applicant: Sigurður Ingi Erlingsson
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Sigurður Ingi Erlingsson
Heiti verkefnis / Project title: Samspil seglunar og flutningseiginleika í örvírum úr grannfræðilegum einangrurum / Interplay of magnetization and transport properties in topological insulator nanowires
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Grannfræðilegir einangrarar (GE) hafa á síðustu tveimur áratugum verið rannsakaðir af miklum krafti bæði í tilraunum og fræðilegum rannsóknum. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir átt sér stað í tækninni að baki tilraunum sem hafa opnað nýjar leiðir til að rannsaka GE örvíra, með seglandi efni á yfirborði víranna. Markmið okkar er að rannsaka samspil seglunar og flutningseiginleika í GE örvírum. Seglandi efni ræktað á GE hefur áhrif á rafeiginleika undirliggjandi GE, og einnig myndar rafstaumur í GE kraftvægi sem breytir hreyfifræði segulsins. Kraftvægið er háð bæði yfirborðs- og boleiginleikum, sem hægt er að breyta gegnum mismunandi þversniðslögun og bjögun. Hér munum við leggja áherslu á áhrif þversniðslögunar á eiginleika GE örvíra, og einnig hvernig bjögun breytir rafeiginleikum sem leiðir til nýrra hreyfifræðilegra eiginleika í seglandi kerfinu, bæði fyrir einkorna segla og segulmynstur eins og skyrmeindir. Okkar markmið er að öðlast dýpri skilning á því hvernig bjögun getur hjálpað við að auka sýnileika skyrmeinda í rafmerki og bæta segulsnúning. Áhrif veilna og frávika í lögun þversniða verða einnig könnuð til auka tengsl við raunveruleg tilraunakerfi. / Topological insulators (TI) have for the last two decades been studies intensively both experimentally and theoretically. In recent years improved sample fabrication techniques have opened up new avenues of research on TI nanowires, and various heterostructures composed of TI and ferromagnetic material. In this proposal we will investigate the interplay of magnetization and transport properties in TI nanowires. Magnetic material deposited on a TI will affect the electronic and transport properties of the TI, and in turn a charge current flowing in the TI will give rise to torques that affect the dynamics of the magnet. These torques depend on both surface and bulk properties which can be tuned by engineering special cross-sectional shapes and also by applying strain to modify the underlying TI. Here we will focus on the role that the cross-sectional shape of the nanowire plays, and also how strain modifies the electronic and transport properties, and leads to new dynamics in the coupled magnetic systems, both in mono-domain and textures such as skyrmions. Our goal is to gain a better understanding of how strain can facilitate more efficient detection of magnetic textures and also improve magnetization switching. The effects of impurities and sample imperfections will also be considered to better connect to realistic experimental setup.
9.
Umsækjandi / Applicant: Birna Dröfn Birgisdóttir
Deild / Department: Viðskipta- og hagfræðideild/Department of Business and Economics
Doktorsnemi / Doctoral Student: Birna Dröfn Birgisdóttir
Leiðbeinandi / Supervisor: Marina Candi, Sigrún Gunnarsdóttir og Auður Arna Arnardóttir
Heiti verkefnis / Project title: Sköpunargleði í mismunandi vinnuumhverfi: Samanburðarrannsókn á sköpunargleði í fjarvinnu og staðbundinni vinnu á Íslandi og í Bandaríkjunum / Enhancing Creativity in Diverse Work Environments: A Comparative Study of Remote and On-Location Teams in Iceland and the United States
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og hagvaxtar. Líkt og Alþjóða Efnahagsráð hefur bent á, er sköpunargleði lykilfærni á vinnumarkaði í dag og í framtíðinni. Með aukinni fjarvinnu vegna tækniframfara og félagslegra breytinga er nauðsynlegt að skilja áhrif þess á sköpunargleði fólks. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi skoðað kosti og galla fjarvinnu, er skortur á skilningi á því hvernig fjarvinna hefur áhrif á sköpunarkraft. Abi Saad og Agogué (2023) hafa kallað eftir frekari rannsóknum á þessu sviði. Þessi rannsókn miðar að því að fylla í þetta skarð með því að kanna hvernig vinnuumhverfi og persónueinkenni hafa áhrif á sköpunargleði í fjarvinnu samanborið við staðbundna vinnu. Gögnum verður safnað frá að minnsta kosti 100 þátttakendum frá Íslandi og Bandaríkjunum, sem tryggir fjölbreytt og sterkt úrtak. Þessi rannsókn mun veita nákvæma innsýn í þá þætti sem drífa áfram sköpunargleði í bæði fjarvinnu og staðbundnu umhverfi, sérstaklega verður skoðað hvað hægt er að gera á Íslandi til að styðja við og efla þessa dýrmætu auðlind. / Creativity is crucial for innovation and economic growth. The World Economic Forum identifies creativity as a key skill in the job market today and in the future. With remote working on the rise due to technological advancements and social changes, understanding its impact on creativity is essential. Although research explores the pros and cons of remote teams, there is a gap in understanding how remote work specifically affects creativity. Abi Saad and Agogué (2023) have called for more research on this topic. This study aims to fill that gap by examining how work environments and personality traits influence creativity in remote versus on-location settings. Data will be collected from at least 100 participants each from Iceland and the United States, ensuring a robust and diverse sample. This research will provide a detailed understanding of the factors that drive creativity in both remote and on-location settings, especially what can be done in Iceland to enhance this valuable resource.
10.
Umsækjandi / Applicant: Arnar Bjarni Arnarson
Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
Doktorsnemi / Doctoral Student: Arnar Bjarni Arnarson
Leiðbeinandi / Supervisor: Szabolcs-Endre Horvát
Heiti verkefnis / Project title: Rökföst Núlllíkön fyrir Netavísindi / Rigorous Null Models for Network Science
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Í netavísindum er athyglinni beint á kerfi sem finnast í heiminum og venslunum innan þeirra sem hafa áhrif á eða jafnvel ákvarða virkni og hegðun þeirra. Netanúlllíkön eru oft notuð til að smíða net sem svipa til þeirra sem eru undir rannsókn og eru þau grundvallartól til að ákvarða hvort hegðun eða eiginleikar séu marktækir. Þessi núlllíkön eru notuð innan margra vísindagreina, eins og félagsfræði, líffræði og eðlisfræði. Smíði þessara slembineta byggir að miklu leiti á uppbyggingunni sem er sóst eftir. Oftast þarf mismunandi aðferð fyrir hverja tegund neta. Algengar skorður á uppbyggingu eru meðal annars gerð netsins (til dæmis einföld, áttuð, vigtuð, samhangandi), fjöldi hnúta, fjöldi leggja, og stig hvers hnúts. Við ætlumst til að skapa fræðilegt og reiknifræðilegt safn af tólum sem eru einföld í notkun og aðgengileg fyrir vísindasamfélagið. Safnið mun bjóða upp á skilvirka slembiúrtöku fyrir mismunandi tegundir neta. Þá yrðu hagnýt tól sem eru bæði byggð á rökföstum fræðilegum aðferðum og eru reiknifræðilega skilvirk komin í hendurnar á vísindamönnum. Við skoðum mismunandi aðferðir til að taka slembiúrtak af netum. Ein víðtæka aðferðin sem er notuð er Markov-keðju Monte-Carlo úrtaka sem krefst upphaflega þess að smíða net með þeim eiginleikum sem er sóst eftir. Við munum lýsa og útfæra reiknirit sem leysa netleika, smíði og slembiúrtöku fyrir mismunandi tegundir neta. / Network science focuses on the study of real-world systems and the relationships within them that influence, or even determine, their function or behavior. Network null models are used to construct random networks similar to the ones studied and are a fundamental tool used to determine whether observed behavior or features are statistically significant. These null models are used in many scientific disciplines such as sociology, biology and physics. The construction of these random networks depends heavily on the desired structure, usually requiring a different method for each type of network. Common constraints imposed on generated networks are based on the type of underlying graph (for example simple, directed, weighted, bipartite, connected), number of nodes, number of edges, and the degree of each node. We seek to create a theoretical and computational toolkit to provide easy-to-use and easy-to-access methods for the scientific community, providing efficient sampling methods for various types of networks. This will put practical tools into the hands of scientist that are based on rigorous theoretical methods and are computationally efficient. We explore different methods to sample these graphs, one of the main near-general method being Markov Chain Monte Carlo sampling, which first requires constructing a graph with the desired constraints. We will describe and implement algorithms which solve decision problems for, construct, and sample various types of graphs.
11.
Umsækjandi / Applicant: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
Project title: Secondary aluminium production: Aluminium electro-refining from scrap metal in molten salts
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Verkefnið snýst um að þróa skilvirka, hagkvæma og orkunýtna aðferð til að hreinsa endurunnið ál, til að minnka þörf á hreinu frumframleiddu áli til íblöndunar á endurunnum málmi. Hagkvæmt ferli af þessu tagi er nauðsynlegt fyrir þáttöku áls í hringrásarhagkerfinu. Í ferlinu yrði endurunnið melmi forskaut, og hreinsað ál bakskaut. Aðferðum sem verða rannsakaðar má skipta í tvennt.
a) Hreinsun áls úr föstum fasa í saltbráð ( prósesshiti undir 600°C)
b) Hreinsun áls úr fljótandi fasa í saltbráð ( prósesshiti yfir 700°C)
The goal of this project is to develop an energy-efficient and economically viable process for the upgrading of recycled aluminium scrap metal/ alloys. This is important to reduce the need for pure aluminium from primary production as a sweetener to obtain useful properties in the recycled product, and a necessary step towards the circular economy. In this process, aluminium alloy (scrap) will be used as an anode and aluminium will be used as a cathode. The main paths that would be explored for the electrorefining of aluminium are: a) Solid-state refining of aluminium in molten salts (operating temperature below 600 C) b) Liquid-state refining of aluminium in molten salts (operating temperature above 700 C) Electrochemical techniques such as cyclic voltammetry, chronopotentiometry, and chronoamperometry will be used to understand the dissolution mechanism of aluminium from the anode (aluminium alloy scrap) and reduction mechanisms of aluminium at the cathode. The influence of molten salt composition, process temperature, anode-cathode distance, and current densities on the current efficiency and purity of the refined aluminium will be studied. The purity and morphology of purified aluminium will be examined using methods such as scanning electron microscopy, energy dispersive spectroscopy and Xray diffraction spectroscopy. In the final stages of the project, experiments will be performed on a 100 A cell to understand its ability to be adopted to pilot or industrial scale.
12.
Umsækjandi / Applicant: Ágúst Valfells
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Ágúst Valfells
Project title: Computer simulations of discrete charge dynamics in vacuum diodes
Short description of the project: The proposed project concerns the development and use of high-fidelity molecular dynamics (MD) software for accurate and self-consistent simulations of the effects of discrete electrons on electron emission and propagation in vacuum electronics devices. The work proposed is uniquely capable of capturing important physical mechanisms such as electron-electron scattering and granularity of spacecharge influenced emission from micro-structures, that are inherently important for design and analysis of charged particle sources. It is proposed to use machine learning techniques informed by physical insight, and trained with data from MD simulations, to produce reduced order models for accurate and representative boundary conditions used in commercial and computationally efficient particle-in-cell codes. The MD code will also be improved by adding capabilities for strong-field emission, detailed ionization models, and dynamic change of source term electrons in conductors and dielectric core-shell nanowires. These capabilities will be used to explore how discrete space-charge has an effect on ultrafast emission and cathode breakdown, and rapid modulation of current from core-shell nanowires. An explicit aim of the project is to not only improve the capabilities of the RUMDEED code and use it for basic scientific research, but also to ensure proper documentation and curation of the code and provide tutorial cases so that the software is freely available and accessible for all.
13.
Umsækjandi / Applicant: Haavard Nordlie Mathisen
Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
Doktorsnemi / Doctoral Student: Haavard Nordlie Mathisen
Leiðbeinandi / Supervisor: Jacqueline Mallett
Heiti verkefnis / Project title: Netvirki: Bygging réttarrannsóknarvirkis fyrir stafrænar varnir / Cyber Citadel: Building a Forensics Fortress for Digital Defense.
Short description of the project: The proposed project aims to address critical challenges in cybersecurity and digital forensics by developing advanced logging solutions. With the increasing complexity and scale of cyber threats, conventional logging systems face issues such as integrity guarantees, managing vast log volumes, and vulnerability to tampering. This project seeks to enhance the effectiveness and reliability of forensic investigations, system monitoring, and preventive security measures. Key objectives include re-architecting existing logging solutions to ensure log integrity and nonrepudiation through self-governing, self-monitoring systems utilizing immutable storage technologies like blockchain. Additionally, the project will examine the efficacy of automated integrity verification techniques, integrate advanced forensics mechanisms into conventional logging systems, and investigate security protocol enhancements for real-time threat detection. The research will further explore logging frameworks for cloud environments to prevent provider manipulation and ensure data integrity. The project's outcomes include the development of a robust forensic logging framework, advanced threat detection systems, and publications to disseminate findings. The ultimate goal is to significantly improve the state of cybersecurity and forensics capabilities, contributing to a more secure and resilient digital environment.
14.
Umsækjandi / Applicant: Halldór Guðfinnur Svavarsson
Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
Leiðbeinandi / Supervisor: Halldór Guðfinnur Svavarsson
Heiti verkefnis / Project title: SO2 gas skynjari byggður á kísil-örvírum / SO2 gas Sensor based on silicon-Nanowires (SOS-Nano).Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Brennisteinsdíoxíð (SO2) er eitruð lofttegund sem er hættuleg heilsu manna og umhverfi. Það er til staðar í (mis)miklu mæli á jarðhita- og eldvirkum svæði, þar sem nærvera þess fylgir oft nærveru H2S, auk þess að vera ein helsta aukaafurðin við brennslu jarðefnaeldsneytis. Í andrúmsloftinu umbreytist H2S og SO2 í brennisteinssýru sem stuðlar að súru regni. Tól með virkum efnum á nanó-stærðarkvarða hafa sannað sig sem öflugir gasskynjara, einkum vegna hás yfirborð/rúmmál hlutfall og vegna smæðar sinnar. Í fyrirhugaðri rannsókn verða fylki kísil-nanovíra (SiNWs) framleidd sem grunneiningar og umbreytt til að skynja SO2 sértækt og síðar einnig H2S sértækt. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að slík grunneining er mjög hentug til að greina NO2, NH3 og rakastig (s.s. H2O), með mikilli næmni, stuttum viðbragðstíma, lítilli stærð, miklum stöðugleika og hagkvæmri framleiðsluaðferð, og tekur fram hefðbundnum skynjurum á markaðnum. Byggt á fyrri velgengni okkar munum við búa til svipaða SiNWs grunneiningu og virkja/umbreyta henni með leiðandi fjölliðum, örögnum úr samsetningum, þ.e. málmoxíðum (MOx) og ör-rörum (e. nanotubes) úr kolefnum og wolfram-súlfíði. / Sulfur dioxide (SO2) is a toxic gas that poses significant risks to human health and the environment. It is abundantly present in geothermal areas and regions with volcanic activity, where its presence is often associated with the presence of H2S and it is a primary by-product of burning fossil fuels containing sulfur compounds. In the atmosphere, H2S and SO2 are converted to sulfuric acid, contributing to acid rain. Devices with active materials at the nano-scale have emerged as promising candidates for gas sensing applications due to their high surface-to-volume ratio and small physical dimensions. In the proposed study, arrays of silicon-nanowires (SiNWs) will be fabricated as the basic structure for sensing SO2 and later modified to selectively sense H2S as well. Our previous studies have shown that such structure provides an excellent base for detecting NO2, NH3 and humidity (thus, H2O), with high sensitivity, short response time, small size, high stability, and economical fabrication route, exceeding that of current industrial sensors. Based on our previous success, we will fabricate similar SinWs structures and functionalize them using conductive polymer and nanostructure composites i.e., metaloxide (MOx) nanoparticles and nanotubes i.e., carbon nanotubes (CNTs) and WS2 nanotubes.
Grants
RU Research Fund has awarded 7 new Ph.D. Student Grants. The total amount awarded to new projects is 46.964.000 ISK. The Fund received 15 new applications. Below is information on new projects receiving grants from the Fund 2024. Each grant is 546.000 ISK per month (salaries + salary-related costs) for one year + a max 300.000 ISK travel grant. Besides new projects funded in 2024, 9 projects will receive a continuous grant (2nd or 3rd year).
The total amount granted to continuous projects is 55.908.000 ISK. The Fund also granted a special travel grant to 5 doctoral students who do not have a research grant, amounting to 1.500.000 ISK. Hence, the total amount allocated in 2024 is 105.372.000 ISK.
1.
- Applicant: Gabriele Boretti
- Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doctoral Student: Gabriele Boretti
- Supervisor: Ólafur Eysteinn Sigurjónsson og Paolo Gargiulo
Project title: Development of a mathematical model for evaluating the maturity of 3D bioprinted engineered tissues using non-destructive metabolomic analysis
Short description of the project: Cartilage disorders such as osteoarthritis are a common cause of disability, and existing treatments are inadequate. Tissue engineering has emerged as a possible solution. In the 3D-MecMet project, a mathematical model describing the developmental stages of engineered tissues undergoing differentiation will be developed. 3D bioprinting will be used to create chondrogenic engineered constructs under dynamic conditions, and metabolomics and mechanical analyses will be carried out to evaluate the association between extracellular matrix (ECM) formation and metabolomic response. The hypothesis is that molecular signals detectable through mass spectrometry analysis are associated with ECM modifications, which in turn influence mechanical properties of the scaffold. The mechanical properties of synthetic scaffolds produced by a digital anatomy printer will be used as a reference for designing a maturity scale model. The project's originality lies in the development of innovative tools to assess tissue engineering outcomes and in the use of additive manufacturing techniques for synthetic tissue fabrication. Collaborations with experts in stem cell research, omics analysis, 3D bioprinting, and synthetic scaffold fabrication will ensure its feasibility. The project is expected to impact regenerative medicine, clinical medicine, and disease understanding. Findings will be shared through scientific papers, conferences, public events, and within the healthcare community in Iceland.
2.
- Applicant: Helena Rakel Hannesdóttir
- Department: Lagadeild/Department of Law
- Doctoral Student: Helena Rakel Hannesdóttir
- Supervisor: Snjólaug Árnadóttir og Justine Bendel, University of Copenhagen
Heiti verkefnis / Project title: Verndun umhverfis sjávar gegn mengun af völdum loftslagsbreytinga á grundvelli hafréttar / Protection of the Marine Environment from Climate Related Pollution under the Law of the Sea Regime
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Í þessari rannsókn verður gerð fyrsta heildræna úttektin á alþjóðlegum skuldbindingum sem lúta að fullnustu þeirra og málaferlum um efnislegar skuldbindingar varðandi verndun lífríkis hafsins gegn losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum í ljósi nýja alþjóðasamningsins undir hafréttarsamningi Sameinuðu Þjóðanna sem fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni hafsins utan lögsögu ríkja. Verkefnið mun leggja áherslu á hvernig hægt er að koma í veg fyrir, draga úr og stjórna loftslagstengdri mengun. Verkefnið mun kanna inntak og samspil viðeigandi sáttmála sem taka þátt í að framfylgja skuldbindingum, hvernig hægt er að höfða mál á grundvelli beinna og óbeinna skuldbindinga sem finnast í viðeigandi sáttmálum, afleiðingar þess að brjóta á þessum skyldum og reglur um skaðabótaskyldu. Allir viðeigandi samningar sem kveða á um úrlausn deilumála í hafrétti verða skoðaðir sem og tengsl þeirra við gildandi lög um loftslagsbreytingar og hefðbundnar reglur um ábyrgð ríkja. Lagt verður mat á mikilvægi gildandi laga um loftslagsbreytingar fyrir túlkun á skuldbindingum samkvæmt hafrétti, þar á meðal möguleika á að höfða mál fyrir loftslagstengdar skuldbindingar samkvæmt XII kafla Hafréttarsamnings Sameinuðu Þjóðanna. Að lokum mun verkefnið velta upp áhrifum alþjóðlegra reglna sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur samþykkt um skuldbindingar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skoða samspil réttarkerfa. / This research will offer the first comprehensive assessment of international obligations regarding the enforcement and litigation of substantive obligations concerning the protection of the marine environment from anthropogenic greenhouse gas emissions in light of the new Agreement under the United Nations Convention on the Law of the Sea for the Conservation and Sustainable Use of Marine Biological Diversity of Areas Beyond National Jurisdiction. It will focus on the prevention, reduction, and control of climate-related pollution. This project will explore the capacity and interaction of the relevant treaties involved in enforcing obligations, how the explicit and implicit obligations found in the relevant treaties can be litigated, the consequences of breaching these obligations, and the rules governing liability and attribution. All relevant conventions that regulate dispute settlement in the law of the sea regime will be analysed as well as their relationship with the climate regime and traditional rules on State responsibility. The relevance of the climate regime for the interpretation of obligations under the law of the sea, including the possibility of litigating climate-related obligations under part XII of the United Nations Convention on the Law of the Sea will be assessed. Finally, it will discuss the impact of soft law adopted by the International Maritime Organisation on obligations to reduce greenhouse gas emissions and examine regime interactions.
3.
- Applicant: Ioana Duta-Visescu
- Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doctoral Student: Ioana Duta-Visescu
- Supervisor: Marta Kristín Lárusdóttir og Anna Sigríður Islind
Heiti verkefnis / Project title: Óljós vandamál og skipulagðir nemendur: Aukin hæfni miðuð að notendum / Wicked Problems and Structured Students: Extending User-Centred Design Skills
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Það er áskorun fyrir marga háskólanemendur og nýlega útskrifaða nemendur á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði, (STEM-greina), að skilja óljós vandamál (e. Wicket problems) og að skilja notendur, sem eru ólíkir þeim sjálfum. Óljós vandamál eru flókin vandamál, sem hafa eitt eða fleiri eftirfarandi þáttum: ófullnægjandi gögn, innbyrgðis háða þætti eða breytilegar kröfur og það er almennt erfitt að skilgreina þau. Þetta getur ekki aðeins leitt til siðferðislegra álitamála, heldur einnig til ófullkominna aðferða eða gallaðra vara sem mæta ekki þörfum notenda á ákjósanlegan hátt. Markmið verkefnisins er að rannsaka kennslu og nám, sem eykurvarðandi hæfni tæknimenntaðra (STEM) nemenda á háskólastigi til að leysa óljós verkefni. Við munum við kynna, ítra og greina notkun á kerfisbundnu, kviku ferli, sem kallast: Notendamiðaður hönnunarsprettur (e. UCD Sprint) til að auka hæfni við lausn óljósra vandamála. Hönnunarsprettir verða framkvæmdir í 3 námskeiðum við Háskólann í Reykjavík og 2 námskeið erlendis, og ferlið verður rýnt og ítrað með hjálp alþjóðlegrar sérfræðinganefndar frá háskólasamfélaginu. Markmiðið er að auðga núverandi stöðu menntunaraðferða á háskólastigi varðandi hæfni til að leysa óljós vandamál, með áherslu á verkefnamiðað nám og hvetja til þess að hlúa að víðtækri færni, og þannig undirbúa háskólanemendur betur fyrir vinnumarkaðinn, með því að innleiða notendamiðaðar aðferðir í STEM námskeið. / Many students and fresh graduates from Science, Technology, Engineering, and Mathematics (STEM) fields face challenges empathizing with users that are different from them and tackling so-called wicked problems (complex problems with incomplete data, interdependencies, changing requirements, or generally difficult-to-define problems). This can lead not only to ethical concerns, but also to incomplete approaches or faulty products that do not address user needs optimally. This project aims to research the teaching and learning of wicked problem-solving skills for students in STEM fields within higher education. The project will introduce, iterate, and analyse the usage of a structured, sprint-like approach called the User Centred Design Sprint (the UCD Sprint) to extend the wicket problem-solving skills. The UCD Sprint will be used in 3 courses within Reykjavik University and 2 courses abroad, and the process will be iterated with the help of an international expert panel from academia. The goal is to enrich the current state of educational approaches of wicked problem-solving skills in higher education, with a focus on problem and practice-based learning, encouraging the fostering of a well-rounded set of skills, thus better preparing university students for the labour market, through integrating more UCD skills in STEM courses.
4.
- Applicant: Vasiliki Kyriakou
- Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doctoral Student: Vasiliki Kyriakou
- Supervisor: Antonios Achilleos og Karoliina Lehtinen
Heiti verkefnis / Project title: Kannanleiki: Áhrif takmörkunnar óákveðni á tjáningargetu og reiknirit / Explorability: Effects of constraining non determinism on expressivity and algorithms
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Munurinn á löggengum og brigðgengum reiknilíkönum vekur grundvallar opnar spurningar. Brigðgengar vélar hafa tilhneigingu til að vera auðveldari í smíði, en þær eru almennt erfiðari í framkvæmdum, og umbreytingin frá brigðgengum vélum yfir í löggengar vélar hefur oft mikinn kostnað í för með sér fyrir auðlindir eða er reiknifræðilega ómögulegt. Ein af þeim aðferðum sem rannsaka brigðgengni í sjálfvirkum er rannsókn á sögu-löggengra sjálfvirkum, sem eru millistig sjálfvirka líkana á milli löggeng og brigðgeng. Við stefnum að því að kanna frekar mörkin milli löggengni og brigðgengni. Þess vegna skoðum við hugmyndina um kannanleika og flokk kannanlegra sjálfvirka á endanlegum eða óendanlegum orðum. Í óendanlegum orðum leiðir útvíkkun hugmyndarinnar kannanleika til flokks ωkannanlegra sjálfvirka. Við rannsökum tjáningargetu þeirra samanborið við tjáningargetu sameiningar flokka kannanlegra sjálfvirka. Ennfremur lítum við á fylgni milli ω-könnunarhæfni og fullrar brigðgengni. Að lokum skoðum við mögulega notkun rannsókna okkar við sannprófun á keyrslutíma með því að nota kannanlega gæta sem kunna að nota takmarkað minni. Í þessum ramma, brigðgengi getur verið mjög erfitt í framkvæmd og þess vegna gerum við ráð fyrir að kannanlegir gætar séu gagnleg líkön. / Τhe difference between deterministic and non-deterministic models of computation begets fundamental open questions. Non-deterministic machines tend to be easier to construct, but they are usually harder to execute, and the transformation from non-deterministic to deterministic machines often incurs a high cost in resources or is computationally impossible. One of the approaches investigating non-determinism in automata is the study of history-deterministic automata, which are intermediate automata models in between deterministic and non-deterministic ones. We aim to further explore the frontier between determinism and non-determinism. Therefore, we examine the notion of explorability and the class of explorable automata on finite or infinite words. On infinite words, extending the notion of explorability leads to the class of ω-explorable automata. We study their expressivity compared to the expressivity of the union of the classes of explorable automata. Furthermore, we consider the correlation between ωexplorability and full non-determinism. In conclusion, we study possible applications of our research in runtime verification using explorable monitors that may use a restricted form of memory. In this framework, non-determinism can be very hard to implement, and therefore we expect explorable monitors to be a useful model.
5.
- Applicant: Anna Bavarsad
- Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doctoral Student: Anna Bavarsad
- Supervisor: Elias August og Magnús Kjartan Gíslason
Heiti verkefnis / Project title: Ný stjórn á virkum fótgervil / Novel Control of Active Leg Prosthesis
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Við leggjum til nýstárlega nálgun til að stjórna virkum gervifótum með hönnun á ólínulegum ákjósanlegum og öflugum snjallstýringu, ásamt ólínulegu mati. Fyrirhugaður stjórnandi samþættir ólínulega ákjósanlega stjórnunarstefnu sem kallast State-Dependent Riccati Equation (SDRE) stýring, sem miðar að því að hámarka lífmekaníska orkunotkun og auka stöðugleika stjórnandans. Ennfremur er endurtekið námsstýring (ILC) reiknirit notað til að draga úr stjórnvillum og leyfa aðlögun á hagnaði stjórnanda. Til að auka styrkleika gegn óvissu, truflunum og hávaða, sem er óvissuþáttur og ósamstæður, er Robust Sliding Mode Control (SMC) kynnt. Að auki er ólínulegur SDRE matur notaður til að áætla allar kerfisstöðubreytur, sem leiðir til minni þyngdar og framleiðslukostnaðar vélfærafótanna. Fyrirhuguð nálgun tekur á nokkrum áskorunum sem núverandi vélfærakerfi steðja að, þar á meðal alhliða frammistöðugreiningu sem tekur tillit til allra stiga gangferilsins, tillit til tímalegrar og staðbundinnar samhverfu liðahorna til að bæta frammistöðu og jafnvægi og getu til að sigla um ójöfn yfirborð og stiga. . Til að meta árangur nálgunar okkar munum við líkja eftir virkum gervilið í lærlegg með 4 frelsisgráður (DOF) og blendingskerfi manna og gervilima með 5 DOF, sem tekur á bæði stjórnun og rekja vandamálum. / We propose an innovative approach to control active prosthetic legs through the design of a nonlinear optimal robust intelligent controller, complemented by nonlinear estimation. The proposed controller integrates a nonlinear optimal control strategy called State-Dependent Riccati Equation (SDRE) control, which aims to optimize biomechanical energy consumption and enhance controller stability. Furthermore, an Iterative Learning Control (ILC) algorithm is employed to reduce control error and to allow adaptation of controller gains. To enhance robustness against parametric and non-parametric uncertainties, disturbances, and noise, Robust Sliding Mode Control (SMC) is introduced. Additionally, a nonlinear SDRE estimator is used to estimate all system state variables, resulting in reduced weight and manufacturing costs of the robotic legs. The proposed approach addresses several challenges encountered by current robotic leg systems, including comprehensive performance analysis that considers all phases of the gait cycle, consideration of temporal and spatial symmetry of joint angles for improved performance and balance, and the ability to navigate uneven surfaces and stairs. To evaluate the effectiveness of our approach, we will simulate an active transfemoral prosthesis with 4 degrees of freedom (DOF) and a human-prosthesis hybrid system with 5 DOF, addressing both regulation and tracking problems.
6.
- Applicant: Hugo Félicien Thomas Cazaux
- Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doctoral Student: Hugo Félicien Thomas Cazaux
- Supervisor: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
Heiti verkefnis / Project title: Áhrif gegnsæis á greiningu á stöðu fyrirtækja út frá samfélagslegri ábyrgð / The Price of Transparency in Predicting Market Value through ESG Ratings
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Fjárfestingar eru mikilvægur þáttur fyrir fyrirtæki, samfélög og einstaklinga. Framleiðsla og iðnaður eru einnig ábyrg fyrir marktækri sneið af losun gróðurhúsalofttegunda, svo ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsáttmálans þá verðum við að fá fyrirtæki með okkur í lið til að minnka losun. Í þessu verkefni munum við þróa vitvélar fyrir greiningu fyrirtækja þar sem áherslan verður ekki aðeins á ávöxtun og áhættu, heldur einnig sjálfbærni og siðferðilega hegðun fyrirtækja. Einnig verður lögð áhersla á útskýranleika líkana, svo notendur geti fengið innsýn í mynstur í gögnum og hvernig slík mynstur hafa áhrif á niðurstöður vitvélanna. ESG einkunnir meta sjálfbærni og siðferðislega hegðun fyrirtækja. Með því að bæta sjálfbærni og siðferði við þær forsendur sem eru notaðar til að meta fýsileika fyrirtækja, er settur þrýstingur á fyrirtæki til að bæta sig og gera betur þegar kemur að umgengni við náttúruna og samfélagslegu réttlæti. Við munum einnig skoða nánar hvaða áhrif útskýranleiki hefur á gæði niðurstaðna úr vitvélum með því að skoða hversu vel mismunandi vitvélum gengur að nýta ESG einkunnir til að spá fyrir um stöðu fyrirtækja á markaði. / Investments and finance are critical components in society, for both governments, companies and individuals. Industry is responsible for a significant section of GHG emissions, so if we are to reach the goals of the Paris Agreement, it is vital to align incentives for companies to prioritize sustainability. The goal of this project is to add sustainability and ethics to company evaluations using machine learning, and to utilize the interpretability of the models to reveal the underlying patterns. The sustainability and ethical behaviour of companies will be evaluated using ESG ratings for company's environmental, social, and governance performance. ESG ratings have gained traction, but the detailed patterns of their correlation with stock prices remains unclear. Interpretability will be ensured using both post-hoc model agnostic methods and by selecting models that allow for interpretability. By including ESG ratings in portfolio optimization, companies can be incentiviced to minimize their environmental impact, avoid controversies, and foster ethical work environments. We will furthermore look at the price of interpretability by comparing the market predictions through ESG ratings for both interpretable and non-interpretable models, to see if the effect of interpretability on prediction accuracy. The impact of this project lies in improving ESG ratings as a tool for reducing emissions and thereby supporting the fight against climate change
7.
- Applicant: Parisa Nezafat
- Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doctoral Student: Parisa Nezafat
- Supervisor: Þórður Helgason
Heiti verkefnis / Project title: Rafskautadreifing til hámörkunar valhæfni við raförvun / Electrode distribution for optimized target selectivity in electrical stimulation
Stutt lýsing á verkefninu / Short description of the project: Raförvun er tækni til að virkja taugar og vöðva sem hægt er að nota til að endurhæfa eða endurheimta glataða hreyfivirkni, svo sem hjá sjúklingum með heila- eða mænuskaða. Fyrir utan að virkja hreyfitaugar og vöðva sértækt, virkjar raförvun skynþræði og verkjaviðtaka og veldur óþægindum og sársauka. Markmið þessa verkefnis er að þróa aðferð til að velja bestu staðsetningu rafskauta rafskautafylkia á húð manna við raförvunarmeðferð. Með því að hagræða staðsetningu rafskautanna er hægt að lágmarka inntaksstrauminn. Heilbrigðisverkfræðingar leitast við að lágmarka óþægindi með því að besta staðsetningu rafskauta, stærð þeirra og straumstyrk. Við notum reiknilíkan endanlegra eininga til að meta áhrif mismunandi rafskautastaðsetningar, stærðar og straumstyrks á valhæfni örvunarinnar. Rafeiginleikar vefja eru lykil atriði líkansins. Mikil nákvæmni í þrívíddartölvulíkani er mikilvæg til þess að fá góða mynd af rafsegulsviði og þar með straumdreifingu innan líkamans. Það opnar möguleika á að meta skilvirkni rafskautauppsetningar. / Electrical stimulation is a technique for artificially activating nerves and muscles that can be used to rehabilitate or restore lost motor functions, such as in patients with brain or spinal cord injuries. Apart from selectively activating motor nerves and muscles, electrical stimulation activates sensory fibers and pain receptors and causes discomfort and pain. The aim of this project is to develop a method to choose the best place to place electrode arrays on the human skin during electrical stimulation. By optimizing the location of the electrodes, the input current can be minimized. Medical engineers try to minimize discomfort by optimizing electrode location, electrode size and current intensity. We use an electrical stimulation model consisting of a finite element model to evaluate the effect of different electrode sizes, position and current intensity on selectivity. Also, the electrical properties of materials play an important role in the finite element modeling process. High accuracy in the 3D computer model of the finite elements obtained is important in order to get an accurate electromagnetic analysis and current distribution in the body. Which in turn gives a possibility to evaluate the effectivity of the electrode setup.
Applicant | Project title | Department | Doktorsnemi / Doctoral student |
Daði Rafnsson | Greining á atferli afreksknattspyrnumanna og inngrip byggt á 5Cs hugmyndafræðinni | Íþróttafræðideild/Department of Sport Science | Daði Rafnsson |
Arash Sheikhlar | Flutningur á orsakasamþekkingum í gegnum rökleysu sem ekki er axiomatic/Causal Knowledge Transfer via Non-Axiomatic Reasoning | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Arash Sheikhlar |
Illugi Torfason Hjaltalín | Gervigreind á 21. öldinni: þróun, hagnýting og innleiðing gervigreindar í opinbera geiranum á Íslandi/Artificial Intelligence in the 21st Century: Developing, Implementing and Deploying AI in Iceland’s Public Sector | Verkfræðideild/Department of Engineering | Illugi Torfason Hjaltalín |
Hlín Kristbergsdóttir | Sálfélagslegir áhrifaþættir á fæðingu og nýbura/Psychosocial risk factors for childbirth interventions and neonatal outcomes | Sálfræðideild/Department of Psychology | Hlín Kristbergsdóttir |
Shalini Chakraborty | Hugbúnaðarlíkön eftir nemendur: Leiðbeiningar sem byggja á áskorunum, tækifærum og fleiru/Software modelling by students: A guideline based on challenges, opportunities and more | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Shalini Chakraborty |
Applicant | Project title | Department | Doktorsnemi / Doctoral student |
Daði Rafnsson | Greining á atferli afreksknattspyrnumanna og inngrip byggt á 5Cs hugmyndafræðinni | Íþróttafræðideild/Department of Sport Science | Daði Rafnsson |
Arash Sheikhlar | Flutningur á orsakasamþekkingum í gegnum rökleysu sem ekki er axiomatic/Causal Knowledge Transfer via Non-Axiomatic Reasoning | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Arash Sheikhlar |
Illugi Torfason Hjaltalín | Gervigreind á 21. öldinni: þróun, hagnýting og innleiðing gervigreindar í opinbera geiranum á Íslandi/Artificial Intelligence in the 21st Century: Developing, Implementing and Deploying AI in Iceland's Public Sector | Verkfræðideild/Department of Engineering | Illugi Torfason Hjaltalín |
Hlín Kristbergsdóttir | Sálfélagslegir áhrifaþættir á fæðingu og nýbura/Psychosocial risk factors for childbirth interventions and neonatal outcomes | Sálfræðideild/Department of Psychology | Hlín Kristbergsdóttir |
Shalini Chakraborty | Hugbúnaðarlíkön eftir nemendur: Leiðbeiningar sem byggja á áskorunum, tækifærum og fleiru/Software modelling by students: A guideline based on challenges, opportunities and more | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Shalini Chakraborty |